Biður fjölskyldu mannsins sem hann varð að bana afsökunar vegna nýrrar bókar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2021 22:21 Baldur segist harma þann sársauka sem hann hefur valdið fjölskyldu Magnúsar. Stöð 2 Baldur Einarsson, sem varð Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana árið 2002, hefur beðið fjölskyldu Magnúsar afsökunar vegna lýsinga hans á atvikinu í bók sem hann gaf út á dögunum. Hann segist harma óendanlega þann sársauka sem hann hefur valdið Þorbjörgu, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum sínum í bókinni Úr heljargreipum. Baldur sendi fréttastofu yfirlýsinguna nú á ellefta tímanum eftir að móðir Magnúsar, Þorbjörg Finnbogadóttir, ræddi málið í þættinum Íslandi í dag í kvöld. Lýsti Þorbjörg þar meðal annars reiðinni sem hún fylltist eftir að hún heyrði lýsingar Baldurs á atlögunni og sakar hún Baldur um að hvítþvo sig af manndrápinu, ljúga til um atburði kvöldsins örlagaríka og iðrast ekki dauða Magnúsar. „Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim,“ skrifar Baldur í yfirlýsingunni. „Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sáraukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini,“ skrifar Baldur. Hann segir ætlunina ekki hafa verið að firra sig ábyrgð og segist hann harma að hafa ekki verið nógu skýr í endursögn sinni af aburðinum. „Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.“ Yfirlýsingu Baldurs má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar. Ísland í dag Bókaútgáfa Tengdar fréttir Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Baldur sendi fréttastofu yfirlýsinguna nú á ellefta tímanum eftir að móðir Magnúsar, Þorbjörg Finnbogadóttir, ræddi málið í þættinum Íslandi í dag í kvöld. Lýsti Þorbjörg þar meðal annars reiðinni sem hún fylltist eftir að hún heyrði lýsingar Baldurs á atlögunni og sakar hún Baldur um að hvítþvo sig af manndrápinu, ljúga til um atburði kvöldsins örlagaríka og iðrast ekki dauða Magnúsar. „Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim,“ skrifar Baldur í yfirlýsingunni. „Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sáraukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini,“ skrifar Baldur. Hann segir ætlunina ekki hafa verið að firra sig ábyrgð og segist hann harma að hafa ekki verið nógu skýr í endursögn sinni af aburðinum. „Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.“ Yfirlýsingu Baldurs má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.
Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.
Ísland í dag Bókaútgáfa Tengdar fréttir Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31