Einnig verður farið yfir útfærslu á bólusetningum barna sem eiga að hefjast eftir áramót og við ræðum við lögreglu um fjölgun ofbeldisbrota meðal unglinga. Algengara er að krakkar beri á sér vopn og taki þátt í slagsmálum til þess að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum.
Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi með formanni Flokks fólksins en til harðra orðaskipta kom á milli hennar og forsætisráðherra í dag vegna jólabónusa öryrkja auk þess em við hittum við Dóru Ólafsdóttur sem á Íslandsmet í langlífi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.