Lífið

Einn stofn­enda Bronski Beat látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Steve Bronski varð 61 árs gamall.
Steve Bronski varð 61 árs gamall. Getty

Breski tónlistarmaðurinn Steve Bronski, einn stofnenda sveitarinnar Bronski Beat, er látinn, 61 árs að aldri.

Sveitin naut talsverðra vinsælda, meðal annars með laginu Smalltown Boy og ábreiðu af lagi Donnu Summers, I Feel Love.

Bronski hét í raun Steve Forrest og fæddist í Glasgow í Skotlandi. Hann stofnaði sveitina Bronski Beat árið 1983 ásamt þeim Larry Steinbachek og söngvaranum Jimi Somerville.

Somerville minnist Bronski á Twitter og segist þar miður sín vegna fréttanna af andláti Bronski.

Fyrsti smellur sveitarinnar Smalltown Boy kom út árið 1984 og er eitt af frægari „hljóðgervlalögum“ áttunda áratugarins og snerti þema lagsins strengi hjá hinsegin fólki víðs vegar um heim.

Somerville sagði síðar skilið við sveitina og stofnaði The Communards, en þeir Bronski og Steinbachek héldu samstarfinu áfram. Árið 2017 gaf Bronski Beat út fyrstu plötuna í 22 ár, en Steinbachek lést sama ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×