„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2021 23:06 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stöðuna gjörbreytta eftir upplýst var um slæma meðferð á hryssum. Vísir/Vilhelm Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum, annars vegar frumvarpi Oddný G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um stjórn fiskveiða og hins vegar frumvarpi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um velferð dýra. Þetta er í annað sinn sem formaðurinn leggur frumvarpið fram á þinginu sem varðar bann við blóðmerarhaldi. Inga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún fyndi fyrir miklum áhuga á málinu, sérstaklega eftir að Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd sem sýnir slæma meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur nú myndefnið til rannsóknar og sagði dýralækni hrossasjúkdóma hjá stofnuninni að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Þá hefur ráðherra verið upplýstur um málið. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Vinni gegn markaðsstarfi Inga segist fullviss um að frumvarp hennar um velferð dýra eigi nú betri möguleika í annarri atrennu. „Það er náttúrulega gjörólíkt umhverfið núna þegar íslenskur almenningur og alþjóðasamfélagið er orðið meðvitað. Í rauninni sem þingmaður í stjórnarandstöðuþingflokki þá er reglan ekki sú að við fáum málin okkar í gegnum þing og þau fái þinglega meðferð til atkvæðagreiðslu en það er íslenska samfélagið núna sem getur tekið utan um nákvæmlega þetta mál og komið því í gegn.“ Ísland er eitt fjögurra landa sem þar sem blóðmerarhald fer fram en Íslandsstofa hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu íslenska hestsins. „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar. Við erum búin að vera í sex ár að eyða ómældum fjármunum til þess að markaðssetja íslenska hestinn og síðustu þrjú ár hefur það borið það þann árangur að við höfum verið að slá Íslandsmet ár hvert í útflutningi á íslenska hestinum, á þarfasta þjóninum sem er elskaður út um allan heim. Við erum virkilega að sverta okkar ásýnd okkar út á við með þessu,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Flokkur fólksins Dýr Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Mælt var fyrir tveimur frumvörpum, annars vegar frumvarpi Oddný G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um stjórn fiskveiða og hins vegar frumvarpi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um velferð dýra. Þetta er í annað sinn sem formaðurinn leggur frumvarpið fram á þinginu sem varðar bann við blóðmerarhaldi. Inga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún fyndi fyrir miklum áhuga á málinu, sérstaklega eftir að Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd sem sýnir slæma meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur nú myndefnið til rannsóknar og sagði dýralækni hrossasjúkdóma hjá stofnuninni að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Þá hefur ráðherra verið upplýstur um málið. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Vinni gegn markaðsstarfi Inga segist fullviss um að frumvarp hennar um velferð dýra eigi nú betri möguleika í annarri atrennu. „Það er náttúrulega gjörólíkt umhverfið núna þegar íslenskur almenningur og alþjóðasamfélagið er orðið meðvitað. Í rauninni sem þingmaður í stjórnarandstöðuþingflokki þá er reglan ekki sú að við fáum málin okkar í gegnum þing og þau fái þinglega meðferð til atkvæðagreiðslu en það er íslenska samfélagið núna sem getur tekið utan um nákvæmlega þetta mál og komið því í gegn.“ Ísland er eitt fjögurra landa sem þar sem blóðmerarhald fer fram en Íslandsstofa hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu íslenska hestsins. „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar. Við erum búin að vera í sex ár að eyða ómældum fjármunum til þess að markaðssetja íslenska hestinn og síðustu þrjú ár hefur það borið það þann árangur að við höfum verið að slá Íslandsmet ár hvert í útflutningi á íslenska hestinum, á þarfasta þjóninum sem er elskaður út um allan heim. Við erum virkilega að sverta okkar ásýnd okkar út á við með þessu,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Flokkur fólksins Dýr Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37
Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06