Innlent

Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Greint var frá því að maðurinn væri fundinn innan við hálftíma eftir að tilkynnt var um leitina.
Greint var frá því að maðurinn væri fundinn innan við hálftíma eftir að tilkynnt var um leitina. Vísir/Vilhelm

Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni aðstoðaði hún lögregluna við leitina að týnda manninum og tók þyrlusveit þátt í leit á svæðinu.

Í nýrri tilkynningu þakkar lögreglan fyrir veitta aðstoð við leitina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.