Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30.
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30.

Flugmálayfirvöld búa sig undir að eldgos í Grímsvötnum geti valdið verulegum truflunum á flugumferð, bæði hérlendis og inn í Evrópu. Eldstöðin er komin á appelsínugula viðvörun gagnvart alþjóðaflugi, sem táknar vaxandi líkur á gosi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar ræðum við líka við fullbólusetta konu sem hefur greinst tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Og meira af kórónuveirunni en sóttvarnalæknir leggur ekki til hertar samkomutakmarkanir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Framhaldið skýrist að loknum ríkisstjórnarfundi um hádegisbil á morgun.

Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem þarf að keyra án nagla í efri byggðum um hávetur hótar að segja starfi sínu lausu. Við ræðum við starfsmanninnn.

Svo var áhugaverð uppákoma í Borgarleikhúsinu um helgina þar sem Halldóra Geirharðsdóttir, í gervi Bubba Morthens, þurfti að láta leikhúsgest með læti heyra það til að friður fengist til að sýna leikritið Níu líf. Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir ólátum meðal áhorfenda í auknum mæli sem mögulega geti skrifast á suttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa í annað sinn á ferlinum.

Og Bjarni Benediktsson kemur við sögu í beinni útsendingu frá Ásmundarsal. Þó með öðrum og léttari hætti en í desember í fyrra.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.