Innlent

Bubba­tal, kven­legri Mið­flokkur og besta kosninga­aug­lýsingin

Snorri Másson skrifar
Heimilisstörfin, trukkadráttur og hakkát - hvernig sækir maður fylgi? Farið er yfir kosningabaráttuna í nýjum annál.
Heimilisstörfin, trukkadráttur og hakkát - hvernig sækir maður fylgi? Farið er yfir kosningabaráttuna í nýjum annál. Vísir

Lýðræðisveislan bar nafn með rentu í sumar og haust og raunar alveg frá áramótum, þegar frambjóðendur börðust um hylli kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Kosningabaráttan skall á af fullum þunga síðsumars og lauk svo með langri nótt.

En fljótt fennir yfir og því rétt að líta yfir farinn veg nú þegar (flestir) Íslendingar hafa endanlega látið kosningarnar að baki. Ríkisstjórn hefur tekið til starfa og hvert kjörbréf samþykkt.

Þetta var ekki sérlega litrík kosningabarátta, fannst fólki, en það leyndust þó spennandi molar hér og þar. Þeir hafa verið tíndir til með þessum annál í nærrum því tæmandi úttekt.

Frambjóðendur byrjuðu strax að gera sig líklega í ársbyrjun og fyrst var barist innbyrðis um sæti á listum. Færðist mönnum þar á köflum allnokkuð kapp í kinn, þótt allir væru síðan vinir að loknu prófkjöri eins og hefðin býður. Og þar sem ekki var prófkjör var dramað engu minna.

Svo var komið að því að sannfæra kjósendur um sjónarmiðin og gekk það upp og ofan. Framsókn var sigurvegari kosninga og ef einhver fengi annað sætið væri það Flokkur fólksins. Miðflokkurinn beið mestan ósigurinn, missti fjóra þingmenn, og Samfylkingin missti líka þingmann eftir kjörtímabil í stjórnarandstöðu. 

Hér má sjá sérstakan annál fréttastofunnar um kosningabaráttunnar. Þar eru rifjuð upp öll skemmtilegu augnablikin frá árinu, en ekkert leiðinlegt: 

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×