Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2021 10:30 Arnmundur Ernst ræddi við Fannar Sveinsson úti í Búdapest en þar var hann að undirbúa sig fyrir hlutverk í þáttaröð á veitunni Amazon Prime. Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. Um var að ræða þau Ragnheiði Gröndal tónlistarkonu, Arnmund Ernst Björnsson, leikara, og Hreim Heimisson söngvara. Í þættinum ræddi Arnmundur Ernst um móður sína Eddu Heiðrúnu Backman sem lést árið 2016 en hún greindist með MND á sínum tíma. Edda var ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Arnmundur var þrettán ára þegar móðir hans fær MND. „Við höfðum fylgst með bróðir hennar ganga í gegnum sama ferðalag og ég því skildi hvað þetta þýddi. Hann lést árið 1998. Mamma greinist 2002 eða 2003,“ segir Arnmundur en sjúkdómurinn er arfgengur og lét Arnmundur rannsaka hvort hann væri mögulega með þau gen sem bera slíkan sjúkdóm. „Það er ekki svo langt síðan að ég gerði þetta og ég fæ að vita að ég er ekki með þetta. Þetta var miklu meiri léttir en mig hefði órað fyrir út af því að svo mörgu leyti er ég svo líkur mömmu. Ég er mjúkur maður með háa rödd og syng eins og hún. Í undirmeðvitundinni var ég búinn að gera ráð fyrir að fá þetta. Ég var búinn að plana það að um fertugt þyrfti ég að flytja í hús á einni hæð. Svo var ég búinn að hugsa hvaða leið ég ætlaði að fara um 45 ára. Fer ég að leikstýra eins og mamma gerði þegar hún þurfti að hætta að leika eða ætlaði ég að fara í einhverja aðra átt,“ segir Arnmundur og bætir við að það hafi einnig verið mikill léttir að sonur hans myndi ekki fá þennan erfiða sjúkdóm. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Klippa: Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm Framkoma Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Um var að ræða þau Ragnheiði Gröndal tónlistarkonu, Arnmund Ernst Björnsson, leikara, og Hreim Heimisson söngvara. Í þættinum ræddi Arnmundur Ernst um móður sína Eddu Heiðrúnu Backman sem lést árið 2016 en hún greindist með MND á sínum tíma. Edda var ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Arnmundur var þrettán ára þegar móðir hans fær MND. „Við höfðum fylgst með bróðir hennar ganga í gegnum sama ferðalag og ég því skildi hvað þetta þýddi. Hann lést árið 1998. Mamma greinist 2002 eða 2003,“ segir Arnmundur en sjúkdómurinn er arfgengur og lét Arnmundur rannsaka hvort hann væri mögulega með þau gen sem bera slíkan sjúkdóm. „Það er ekki svo langt síðan að ég gerði þetta og ég fæ að vita að ég er ekki með þetta. Þetta var miklu meiri léttir en mig hefði órað fyrir út af því að svo mörgu leyti er ég svo líkur mömmu. Ég er mjúkur maður með háa rödd og syng eins og hún. Í undirmeðvitundinni var ég búinn að gera ráð fyrir að fá þetta. Ég var búinn að plana það að um fertugt þyrfti ég að flytja í hús á einni hæð. Svo var ég búinn að hugsa hvaða leið ég ætlaði að fara um 45 ára. Fer ég að leikstýra eins og mamma gerði þegar hún þurfti að hætta að leika eða ætlaði ég að fara í einhverja aðra átt,“ segir Arnmundur og bætir við að það hafi einnig verið mikill léttir að sonur hans myndi ekki fá þennan erfiða sjúkdóm. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Klippa: Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm
Framkoma Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira