Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá foreldrum sem tóku barn sitt úr vistun í Garðabæ vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna, sem hafa verið sökuð um gróft ofbeldi gegn börnum. Foreldrarnir létu Garðabæ vita.

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag vegna óveðurs sem gengur yfir. Ruslagámar og auglýsingaskilti tókust á loft.

Hlaupið í Grímsvötnum náði sennilega hámarki sínu í dag. Rennsli í Gígjukvísl var 28 sinnum meira en vanalegt er þegar það var sem mest.

Í fréttatímanum hittum við þá sannkallaðar ofurhetjur sem ætla að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins fyrir jól.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 eru í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.