Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 15:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira