Menning

Hetjur norður­slóða verð­launuð í Frakk­landi

Tinni Sveinsson skrifar
Í Hetjum norðurslóða má finna myndir og sögubrot af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins.
Í Hetjum norðurslóða má finna myndir og sögubrot af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Vísir/RAX

Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið.

Farið er lofsamlegum orðum um bókina í tímaritinu, sem er afar virt á sviði ljósmyndunar. Meðal annarra sem tilnefndir voru fyrir verk sín þetta árið voru Bill Brandt og Sebastião Salgado, sem eru meðal fremstu ljósmyndara heims.

Óður til grænlenska sleðahundsins

Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. 

Samkvæmt Ragnari taldi stofn grænlenska sleðahundsins um 30 þúsund hunda fyrir tíu árum. Nú eru þeir um ellefu þúsund.Vísir/RAX

Ljósmyndarinn hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins.

„Ég fór að mynda grænlenska hundinn sem er fyrir mér ein merkilegasta hundategund í heimi og ein elsta. Hann er á undanhaldi, það voru 30.000 til fyrir tíu árum nú eru þeir 11.000 eða 12.000. Veiðimönnum fækkar og ísinn hefur þynnst. Ungu krakkarnir mennta sig og vilja síður lifa svona lífi, sem er ekkert þægilegt líf,“ sagði Ragnar meðal annars í þættinum RAX Augnablik: Leyndardómar Roscoe fjalla, þar sem var meðal annars fjallað um bókina.

Klippa: RAX Augnablik - Leyndardómar Roscoe fjalla

Hetjur norðurslóða er gefin út af Qerndu hér á landi og kemur út á ensku hjá Kehrer Verlag í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“

„Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.