Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Fanndís Birna Logadóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. desember 2021 12:13 Aron Einar Gunnarsson hefur gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. RÚV greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu flaug Aron Einar frá Katar, hvar hann spilar knattspyrnu og býr með fjölskyldu sinni, til að gefa skýrslu. Var það að kröfu lögreglu sem hann kom til landsins en lögregla samþykkti ekki að skýrsla yrði tekin í gegnum fjarfundarbúnað. Aron Einar og Eggert Gunnþór stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertóku fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Kynferðisbrotadeild lögreglu hefur sagst ekki munu tjá sig um málið meðan rannsókn þess er í gangi. Uppfært klukkan 14:24 með yfirlýsingu Einars Odds Sigurðssonar, lögmanns Arons Einars, fyrir hönd þeirra beggja Í dag hafa birst í fjölmiðlum umfjallanir um að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar lögreglu á máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Ég hef ekki haft tök á að svara símtölum sem ég gef mér að tengjast umfjölluninni en vil, ásamt Unnsteini Elvarssyni lögmanni Eggerts, koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu/athugasemd fyrir hönd þeirra beggja. Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir. Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu flaug Aron Einar frá Katar, hvar hann spilar knattspyrnu og býr með fjölskyldu sinni, til að gefa skýrslu. Var það að kröfu lögreglu sem hann kom til landsins en lögregla samþykkti ekki að skýrsla yrði tekin í gegnum fjarfundarbúnað. Aron Einar og Eggert Gunnþór stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertóku fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Kynferðisbrotadeild lögreglu hefur sagst ekki munu tjá sig um málið meðan rannsókn þess er í gangi. Uppfært klukkan 14:24 með yfirlýsingu Einars Odds Sigurðssonar, lögmanns Arons Einars, fyrir hönd þeirra beggja Í dag hafa birst í fjölmiðlum umfjallanir um að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar lögreglu á máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Ég hef ekki haft tök á að svara símtölum sem ég gef mér að tengjast umfjölluninni en vil, ásamt Unnsteini Elvarssyni lögmanni Eggerts, koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu/athugasemd fyrir hönd þeirra beggja. Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir. Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44