Lífið

Hélt að Auddi væri faðir Bríetar í myndbandi við lagið Þekki strákinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mjög frumlegt og gott myndband.
Mjög frumlegt og gott myndband.

Þátturinn Stóra sviðið er fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum síðasta föstudag mættu þau Bríet og Aron Can. Eitt af verkefnunum var að gera tónlistarmyndband við lag listamannanna í salnum.

Auddi og Bríet gerðu óborganlegt tónlistarmyndband við lagið Þekki strákinn þar sem Auðunn fór í gervi rappara og Bríet lék á als oddi. Sumir héldu einfaldlega að Auddi væri faðir Bríetar í myndbandinu.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.

Klippa: Auddi og Bríet - Þekki strákinnFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.