Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 11:31 Kristinn Óli varð landsþekktur á nokkrum klukkustundum þegar hann gaf út lagið B.O.B.A. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Einkalífið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Einkalífið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira