Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 11:31 Kristinn Óli varð landsþekktur á nokkrum klukkustundum þegar hann gaf út lagið B.O.B.A. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Einkalífið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Einkalífið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira