Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 11:31 Kristinn Óli varð landsþekktur á nokkrum klukkustundum þegar hann gaf út lagið B.O.B.A. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Einkalífið Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Kristinn hefur lengi glímt við mikinn kvíða en þegar hann var vinsælasti tónlistarmaður landsins tók sig upp mikið þunglyndi þar sem hann fór mjög djúpt niður andlega. „Frá október árið 2018 fram að maí árið 2019 er ég á vökunni allavega tvisvar í viku sem er bara spennufall eftir eitt og hálft ár af stanslausri geðveiki,“ segir Kristinn sem á þar við að hann og Jói hafi verið að koma fram hátt í fimmtán sinnum á viku á þessum tíma. „Ofan á það er ég algjör geðhnoðri og allt í einu þarf ég að díla við þetta allt og þetta eru mjög öfgafullar aðstæður. Ég díla við þetta með að vera á vökunni og vaki í 30 klukkutíma og sef síðan í tólf tíma. Eftirmálarnir sem það skildi eftir sig voru ekki góðir,“ segir Króli sem hefur verið með mikinn kvíða frá því að hann var barn. Klippa: Einkalífið - Kristinn Óli Haraldsson „Á þessum tíma varð kvíðinn alltaf meiri og meiri og spennan líka meiri og meiri en á sama tíma þunglyndið og niðurtúrarnir erfiðari. Það er ekkert sérstaklega gott að vaka mikið og borða lítið og vera ekki í neinni rútínu. Ég varð mjög þunglyndur en með hjálp aðstandanda og fagaðila komst maður í gegnum það. Maður er alveg smá brennimerktur en það er spurning að bera það með meiri sóma en skömm, og tala frekar að maður hafi komist í gegnum þetta í stað þess að fela þetta og tala um að allt sé búið að vera frábært.“ Króli segir að þunglyndið hafi orðið mjög alvarlegt. Svaf ekki í tvo daga „Ég var í það alvarlegum sjálfsvígshugsunum að maður var búinn að ákveða dag og fleira. Það er mjög skrýtinn staður að vera á. Ástæðan fyrir því að þetta gerðist ekki er kannski ekki fyndin en mjög áhugaverð. Ég var að taka Morfís keppni sem er eitthvað sem ég lifi fyrir og ég var búinn að ákveða að það yrði mín síðasta keppni. Maður horfði á allt með svo mikilli ró þá því maður vissi einhvern veginn að þetta væri allt saman að fara klárast. Síðan beint eftir það átti ég ferð til Vestmannaeyja með Jóa og Axel bestu vinum mínum þar sem við vorum að fara spila á einhverju balli,“ segir Króli og heldur áfram. „Maður horfði á það sem síðustu ferðina. Síðan var maður búinn að plana hvernig þetta ætti allt saman að fara fram nema ég kemst ekki í þetta því þegar við komum heim frá Vestmannaeyjum þá þurfti Jói að fara í eitthvað mission eða gleymdi bílnum sínum einhverstaðar, man þetta ekki alveg. Ég í raun festist með honum allan þennan dag. Eftir það tek ég tvo daga þar sem ég sef ekki og er bara upp í stúdíói en kem síðan heim eftir helgina og viðra þessar hugsanir við foreldra mína. Hver staðan hefur verið á mér undanfarið og ég er mjög þakklátur fyrir þau og hvernig þeirra viðbrögð voru,“ segir Króli sem fer nánar út í þessa andlegu vinnu sína í þættinum hér að ofan. Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, framtíðina og margt fleira. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Einkalífið Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira