Áætlað að niðurrifi Útvarpshússins á Vatnsendahæð ljúki á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2021 09:00 Vinnuvélar eru mættar upp á Vatnsendahæð þar sem til stendur að rífa Útvarpshúsið, eða Langbylgjuhúsið. Vísir/Vilhelm Vinna við niðurrif Útvarpshússins á Vatnsendahæð í Kópavogi er hafin og er áætlað að henni ljúki á næstu vikum. Til stendur að um koma upp fimm hundruð íbúa byggð á lóðinni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir
Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira