Innlent

Svona var djammið á öðru ári veirunnar

Snorri Másson skrifar
Takmarkanir, takmarkanir, takmarkanir. Djamm, djamm, djamm. Við rifjum upp djammárið í fyrsta annál ársins, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gerir upp árið 2021 í ólíkum málaflokkum alla virka daga í desember.
Takmarkanir, takmarkanir, takmarkanir. Djamm, djamm, djamm. Við rifjum upp djammárið í fyrsta annál ársins, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gerir upp árið 2021 í ólíkum málaflokkum alla virka daga í desember. Vísir

Desember er genginn í garð og fréttastofan hefur að rifja upp árið með nýju sniði. Við byrjum á máli málanna: Raunum (aðallega) unga fólksins við að halda í djammvonina á tímum þar sem allt virtist blása á móti.

Sóttvarnalæknir hefur margítrekað að áfengt skemmtanalíf sé helsta gróðarstía veirunnar. Þar við situr og enn fer djammið fyrst út þegar herða þarf takmarkanir.

Takmarkanir, takmarkanir, takmarkanir. Þegar litið er til baka rifjast ýmislegt upp. 

Við byrjuðum árið í allsherjarlokun skemmtistaða. Svo fengum við að drekka til tíu. Svo lokaði allt aftur. Svo opnaði aðeins aftur. Svo opnaði alveg aftur. Svo lokaði aðeins aftur. 

Taktfast ömurlegt vegasalt og raunar svo nöturlegur veruleiki að vísast er að eyða í hann sem fæstum orðum og vinda sér beint í myndræna samantekt fréttastofu á vendingum ársins í málaflokknum.

Allt frá innsýn í líf leigubílsstjóra og dyravarða til eftirminnilegrar mannfræðilegrar þátttökuaðferðar fréttastofunnar, þegar við fórum niður í bæ þegar öllu var aflétt. Djammið 2021: 

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×