Lífið

Fékk að kenna á því í menntaskóla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi var lagður í mikið einelti fyrir kynhneigð sína í Menntaskólanum á Egilsstöðum. 
Helgi var lagður í mikið einelti fyrir kynhneigð sína í Menntaskólanum á Egilsstöðum.  Mynd/Helgi Ómars

Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku.

Helgi er frá Seyðisfirði og segir hann að æskan hafi verið góð en hann segist hafa fundið fyrir miklum fordómum og hafi verið lagður í einelti í menntaskólanum á Egilsstöðum, og það fyrir kynhneigð hans.

„Þar fann ég fyrir einelti af því að ég var hommi, ég var kallaður faggi á göngunum og ég var axlaður. Ég fór aldrei á böllin þó ég hefði viljað það. Þetta situr ennþá ágætlega í mér og ég hef haft rosalega óhollt samband við Egilsstaði síðan þá. Það er ekki langt síðan að það var stofnað hinsegin samtök á Austurlandi og þá var mér rosalega létt,“ segir Helgi sem flúði Egilsstaði eftir eitt og hálft ár.

„Rosalega margir úr þessum skóla komu út eftir að þeir fóru frá Egilsstöðum og það er bara staðreynd. Þetta var mjög leiðinlegt og ég hef svo sem ekki fengið neina afsökunarbeiðni og veit ekkert hvar þessir aðilar standa í dag. Ég held ég sigri bara með því að vera hamingjusamur sjálfur.“

Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.