Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 16:54 Það er vissara að hafa varann á í umferðinni á þessum snjódegi vetrarins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum. „Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
„Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira