Lífið

Bríet hélt að slabb væri foss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bríet var ekki sátt við Björn Braga.
Bríet var ekki sátt við Björn Braga.

Í fyrri undanúrslitaviðureigninni í Kviss mættust liðin Þróttur og FH á laugardagskvöldið.

Í liði FH voru söngvarinn Friðrik Dór og leikkonan Ebba Katrín en í liði Þróttar leikarinn Björn Hlynur og söngkonan Bríet.

Ein spurning vakti töluverða athygli og var það myndaþrautin. Þar sáu keppendur þrjár myndir og áttu að svara til um hvaða orð þessar myndir mynduðu saman.

Umrætt orð var ærslabelgur en miðjumyndin var af íslensku slabbi. Bríet sá það reyndar ekki út úr myndinni heldur sá hún mynd af fossi.

Klippa: Bríet hélt að slabb væri fossFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.