Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:52 Guðmundur Gunnarsson var oddviti Viðreisnar í alþingiskosningunum. visir/vilhelm Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira