Lífið

Innlit á fallegt heimili Aliciu Keys og Swizz Beatz

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt heimili hjá þeim hjónum. 
Einstaklega fallegt heimili hjá þeim hjónum. 

Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.

Á dögunum fékk útsendari AD að líta við á fallegt heimili tónlistarhjónanna Aliciu Keys og Kasseem Daoud Dean, betur þekktur sem Swizz Beatz, í Kaliforníu.

Um er að ræða einstaklega fallegt einbýlishús með einstöku útsýni út á sjó.

Hjónin eru greinilega mjög listræn enda má finna gríðarlegt magn af fallegum listaverkum á þeirra heimili eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.