Eldhamar GK 13 strandaði fyrir 30 árum: „Mikill harmleikur og áfall fyrir bæjarfélagið Grindavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 09:18 Forsíða Morgunblaðsins laugardaginn 23. nóvember 1991. Timarit.is Rétt rúm þrjátíu ár eru liðin frá því fimm sjómenn fórust er Eldhamar GK13 strandaði við Grindavík. Þann 22. nóvember 1991 strandaði skipið við Hópsnes fyrir utan Grindavík en mjög erfiðar aðstæður voru á slysstað. Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali. Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Eins og áður segir fórust fimm úr áhöfn skipsins en einn komst lífs af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, skipstjóri, sem var 32 ára gamall. Bjarni Guðbrandsson, vélstjóri, sem var 31 árs gamall. Sigurður Kári Pálmason, matsveinn, sem var 27 ára gamall. Hilmar Þór Davíðsson, vélavörður, sem var 24 ára. Kristján Már Jósefsson, háseti, sem var 25 ára gamall. Hlustaði á mömmu tala í símann Kristín María Birgisdóttir vakti athygli á tímamótunum á Facebook á sunnudaginn. Í samtali við Vísi sagðist Kristín lengi hafa viljað taka eitthvað saman um slysið en hún var ellefu ára gömul þegar Eldhamar strandaði. Þrátt fyrir það segist hún muna eftir deginum eins og hann hafði verið í gær. „Ég man að ég stóð og hlustaði á mömmu tala í símann. Hún var mikið að ræða björgunarbáta og hvort menn kæmust í bátana,“ skrifaði Kristín á Facebook. „Af einhverri ástæðu (líklega þeirri að liðin eru 30 ár) langaði mig að taka saman smá myndband... söguskýringu... minningu um þá sem létu lífið í öldurótinu þetta kvöld og sorg þeirra ástvina sem þurftu að læra að lifa með henni. Börnin átta sem ólust upp án föður síns.“ Myndband Kristínar má sjá hér að neðan. Eldhamar var stálbátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1988 en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði hann verið lengdur í Póllandi. Lifði af fyrir tilviljun Sá sem komst lífs af var Eyþór Björnsson. Hann varð seinna fiskistofustjóri en í viðtali við Auðlind sagði hann frá slysinu og sagði han meðal annars að hann hefði lifað af fyrir tilviljun. Samkvæmt fréttaflutningi Morgunblaðsins á sínum tíma barst aðstoðarbeiðni um klukkan átta að kvöldi til og strandaði báturinn skömmu síðar. Björgunarsveitarmenn komu línu um borð og áhöfn Eldhamars kom sömuleiðis línu í land. Ekki tókst þó að koma líflínu á milli áður en brotsjór reið yfir skipið og það færðist töluvert og endaði ofaní gjóti þar sem skipið sökk neðar í sjóinn. Því náðu öldurnar betur yfir skipið. Síðan gekk annað brot yfir Eldhamar og þrír skipverjar féllu útbyrðis. Eyþór var einn þeirra. „Á endanum náðu svo björgunarsveitarmenn til mín í fjörunni og komu mér á þurrt en því miður fórust þarna allir fimm félagar mínir í áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað mér að flotgallinn hélt allan tímann og ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum hrakningum,“ sagði hann við Auðlind. Hinir tveir sem fóru í sjóinn með Eyþóri dóu og þyrla varnarliðsins í Keflavík fann síðar hina skipsverjana þrjá sem voru látnir. „Í þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt milli lífs og dauða og í rauninni er algjör tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs af,”sagði Eyþór í áðurnefndu viðtali.
Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira