Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 22:01 Stjórnarandstöðuleiðtogarnir eru ósáttir með hve langan tíma hefur tekið fyrir þingið að koma saman og benda á að þessi staða hefði ekki komið upp ef kosið hefði verið að vori en ekki hausti. vísir/bjarni Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira
Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira