Sér eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í Dönsku stúlkunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 16:25 Eddie Redmayne fór með hlutverk transkonunnar Lili Elbe í kvikmyndinni The Danish Girl. Hann segist hún telja það hafa verið mistök. Getty/Eamonn M. McCormack Leikarinn Eddie Redmayne segist sjá eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í bíómyndinni The Danish Girl. Í dag myndi hann ekki taka að sér hlutverkið. Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931. Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931.
Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira