Sér eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í Dönsku stúlkunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 16:25 Eddie Redmayne fór með hlutverk transkonunnar Lili Elbe í kvikmyndinni The Danish Girl. Hann segist hún telja það hafa verið mistök. Getty/Eamonn M. McCormack Leikarinn Eddie Redmayne segist sjá eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í bíómyndinni The Danish Girl. Í dag myndi hann ekki taka að sér hlutverkið. Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931. Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931.
Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira