Lífið

Rafvirkinn truflaði sífellt viðtalið við Sveppa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveppi var ekki á því að afboða rafvirkjann. 
Sveppi var ekki á því að afboða rafvirkjann. 

Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið.

Um var að ræða þau Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur, Andrea Sigríður Jónsdóttir, útvarpskona og plötusnúður og Sverrir Þór Sverrisson leikari.

Í þættinum ræddi Fannar meðal annars við Sverri um frægðina og hvernig það hefði verið fyrir börnin hans að eiga Sveppa sem pabba.

Sveppi hafði beðið rafvirkja um að koma til sín í ákveðið verkefni og komst hann aðeins á sama tíma og Fannar. Það getur verið erfitt að fá iðnaðarmann og vildi Sverrir alls ekki afboða iðnaðarmanninn.

Úr varð að rafvirkinn truflaði viðtalið nokkuð oft með miklum látum eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Rafvirkinn truflaði sífellt viðtalið við Sveppa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×