Lífið

Ari Eldjárn fór á kostum í Stóra sviðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari er með nokkuð fína reynslu í uppistandi og vafðist verkefnið því ekki fyrir honum. 
Ari er með nokkuð fína reynslu í uppistandi og vafðist verkefnið því ekki fyrir honum.  visir/stöð 2

Þátturinn Stóra sviðið er fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu þeir Sveppi og Ari Eldjárn sem gestaþátttakendur en Sveppi var að sjálfsögðu með Audda í liði og Ari með Steinda.

Áskorun kvöldsins fólst meðal annars í því að talsetja og framleiða stuttteiknimynd, endurgera frægt atriði úr kvikmyndasögunni og fara með uppistand.

Ari Eldjárn er að margra mati besti uppistandari landsins og því skellti hann sér á sviðið og flutti stórgott uppistand í þættinum eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Uppistand Ara Eldjárns í Stóra sviðinuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.