Héraðsdómari telur að gjá hafi skapast í umræðu um kynferðisbrot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 16:04 Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Aðsend Héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík telur að ákveðin gjá hafi skapast í umræðunni um kynferðisbrot. Hún segir málin erfið og að umræðan skiptist í fylkingar - í staðinn fyrir að málin séu rædd á upplýstum grundvelli. Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira