Innlent

Braut sér leið inn í bú­stað eftir að hafa villst í kuldanum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Viðbúnaður björgunarsveita var mikill.
Viðbúnaður björgunarsveita var mikill. Vísir/Vilhelm

Allar björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út snemma í morgun vegna manns sem hafði villst í sumarbústaðahverfi í Borgarfirði, skammt frá Uxavatni. Á svæðinu var slydda og afar kalt. Maðurinn fannst í morgun.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Maðurinn ku hafa verið illa búinn, og rataði ekki aftur í bústaðinn sem hann dvaldi í.

Af þessum sökum var viðbúnaður björgunarsveita mikill, enda talin hætta á að maðurinn myndi ofkælast. Í morgun var þá óskað eftir stuðningi björgunarsveita úr Reykjavík.

Maðurinn fannst rétt fyrir klukkan tíu í morgun, í öðrum sumarbústað þar sem hann hafði leitað skjóls. Hann var kaldur og hrakinn, auk þess að vera lemstraður eftir að hafa brotið sér leið inn í bústaðinn.

Hlúð var að manninum og lögregla vann að frágangi á sumarbústaðnum hvar maðurinn fannst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×