Sló til starfsmanns við innritun og flaug beint í flugbann Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2021 16:39 Leifsstöð. Þar gengur oft mikið á og um helgina brást einn farþega sem var á leið til Bandaríkjanna ókvæða við þegar starfsmaður Icelandair vildi tala við hann á ensku. Myndin tengist atvikinu ekki. vísir/vilhelm Ónefndur farþegi sló til starfsmanns Icelandair á sunnudaginn og var umsvifalaust settur í flugbann um óákveðinn tíma, meðan málið er til rannsóknar. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá þessu atviki. Ásdís Ýr segist á þessu stigi ekki vita hvað það var sem manninum gekk til, hvort hann hafi verið undir áhrifum eða hvað olli því að hann vildi veitast að starfsmanninum með þessum hætti. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. „Ég er ekki með nákvæma atvikalýsingu en þetta átti sér stað og við innritun. Að sjálfsögðu leggjum við aðalatriði á öryggi starfsfólks og farþegar. líðum ekki ofbeldi og samkvæmt okkar öryggisferlum er niðurstaðan sú að viðkomandi er ekki heimilt að ferðast meðan málið er í skoðun. Það er af öryggisástæðum.“ Þá segist Ásdís ekki vera með það á takteinum hversu margir flugdólgar séu á skrá og í flugbanni. Hún geti bara vísað til þessa tiltekna atviks. Í frétt Ríkisútvarpsins af þessu atviki er hermt að um Íslending hafi verið að ræða og var hann á leið til Bandaríkjanna. Ástæða reiðinnar mun vera sú að hann krafðist þess að fá að tala íslensku við innritun þegar erlendur starfsmaður þar ávarpaði hann á ensku. Þá var kallaður til yfirmaður sem einnig er erlendur og þá var manninum nóg boðið og vildi láta hnefana tala. Ásdís segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi þegar verið gert viðvart og var starfsmanni boðin áfallahjálp. Fréttir af flugi Icelandair Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá þessu atviki. Ásdís Ýr segist á þessu stigi ekki vita hvað það var sem manninum gekk til, hvort hann hafi verið undir áhrifum eða hvað olli því að hann vildi veitast að starfsmanninum með þessum hætti. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. „Ég er ekki með nákvæma atvikalýsingu en þetta átti sér stað og við innritun. Að sjálfsögðu leggjum við aðalatriði á öryggi starfsfólks og farþegar. líðum ekki ofbeldi og samkvæmt okkar öryggisferlum er niðurstaðan sú að viðkomandi er ekki heimilt að ferðast meðan málið er í skoðun. Það er af öryggisástæðum.“ Þá segist Ásdís ekki vera með það á takteinum hversu margir flugdólgar séu á skrá og í flugbanni. Hún geti bara vísað til þessa tiltekna atviks. Í frétt Ríkisútvarpsins af þessu atviki er hermt að um Íslending hafi verið að ræða og var hann á leið til Bandaríkjanna. Ástæða reiðinnar mun vera sú að hann krafðist þess að fá að tala íslensku við innritun þegar erlendur starfsmaður þar ávarpaði hann á ensku. Þá var kallaður til yfirmaður sem einnig er erlendur og þá var manninum nóg boðið og vildi láta hnefana tala. Ásdís segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi þegar verið gert viðvart og var starfsmanni boðin áfallahjálp.
Fréttir af flugi Icelandair Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira