Innlent

Maður vistaður í fangageymslu fyrir að hafa dvalið of lengi á Íslandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mál mannsins er í rannsókn.
Mál mannsins er í rannsókn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í miðborginni en samkvæmt tilkynningu lögreglu er hann grunaður um að hafa dvalið of lengi á Íslandi, nánar tiltekið innan Schengen-svæðisins. Var hann vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn en nánari upplýsingar er ekki að finna í tilkynningu.

Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í gærkvöldi eða nótt og vistaður í fangageymslu. Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manns sem hafði verið að elta þrjár konur en sá fannst ekki við eftirgrennslan.

Lögregla var einnig kölluð til vegna ofurölvi manns við andyrri húss. Var honum vísað á brott. Þá var lögreglu gert viðvart þegar ökumaður ók á kyrrstæða bifreið við verslunarmiðstöð og lét sig hverfa. Unnið er að rannsókn málsins og segist lögregla hafa upplýsingar til að vinna með.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.