Snjallforrit virðist uppspretta símaats um stolið rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Skjáskot úr snjallforritinu sem virðist sérhannað fyrir símaat. Skjáskot Svo virðist sem að símhringingar þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni frá nágrönnum megi rekja til snjallforrits sem býður notendum að kaupa upptökur af símaati. Orkuveita Reykjavíkur sá ástæðu til að senda frá sér tilkynningu vegna símtalanna í gær. Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð. Netglæpir Orkumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð.
Netglæpir Orkumál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira