Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur í kvöldfréttum.

Það hefur legið fyrir lengi að einstakir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið sáttir við fyrri sóttvarnatakmarkanir. Þeir settu sig ekki upp á móti takmörkunum nú en telja að standa mætti öðruvísi að málum til að létta á mannaflsfrekum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins.

Hertar reglur hafa víða áhrif og í köldfréttum ræðum við einnig við lækna, viðburðahaldara og fólk úr veitingageirunum um breytingarnar.

Þá skoðum við yfirhalningu á Hegningarhúsinu og fylgjumst með stöðunni á loftslagsráðstefnunni í Glasgow – sem nú er á lokasprettinum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×