Innlent

Skoða dóms­mál vegna opin­berra starfs­manna sem lenda í sótt­kví í fríi

Kjartan Kjartansson skrifar
Röð eftir sýnatöku vegna kórónuveirunnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Opinberir starfsmenn sem lenda í sóttkví í orlofi fá ekki að fresta orlofinu á meðan.
Röð eftir sýnatöku vegna kórónuveirunnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Opinberir starfsmenn sem lenda í sóttkví í orlofi fá ekki að fresta orlofinu á meðan. Vísir/Vilhelm

Nokkur verkalýðsfélög íhuga nú að höfða mál gegn ríkinu til að fá úr því skorið hvort að starfsmenn ríkisstofnana eigi rétt á að fresta orlofstöku þegar þeir lenda í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þau segja mörg dæmi um að ríkisstofnanir hafi synjað starfsfólki um það.

Bandalag háskólamanna (BHM), Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis- og bæja (BSRB), Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasambands Íslands og Læknafélags Íslands sendu kjara- og mannauðssýslu ríkisins (KMR) erindi nýlega vegna réttarstöðu fólk sem lendir í sóttkví í orlofi.

Erindið var sent vegna fjölda dæma um að ríkisstofnanir neiti að breyta orlofsskráningu starfsfólks sem hafi þurft að sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á meðan það er í sumarfríi. Stéttarfélögin telja þá túlkun ríkisins hvorki standast lög né ákvæði kjarasamninga.

KMR ætlar hins vegar ekki að endurskoða afstöðu sína til orlofsskráningar starfsfólks sem þarf að sæta sóttkví, að því er segir í tilkynningu frá BHM.

„Í ljósi þessarar túlkunar KMR munu ASÍ, BSRB, BHM, FÍh og LÍ skoða hvort nauðsynlegt sé að láta reyna á fyrir dómstólum hvort túlkunin standist skoðun. Yfirvöld eru því eindregið hvött til að endurskoða afstöðu sína,“ segir í yfirlýsingu sem BHM sendi fjölmiðlum í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.