Lífið

Einbýlishús í Ólafsvík gefur Íslendingum fiðring í magann

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vinsælasta eignin á fasteignavef Vísis er einbýlishús í Ólafsvík.
Vinsælasta eignin á fasteignavef Vísis er einbýlishús í Ólafsvík. Valhöll fasteignasala

Vinsælasta eignin á fasteignavef Vísis í gær var einbýlishús sem er til sölu í Ólafsvík. Fasteignasalinn segir að fólk sé greinilega mjög áhugasamt um að flytja í bæjarfélagið.

„Það hefur verið mikill áhugi á eignum í Ólafsvík undanfarið ár,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson fasteignasali hjá Valhöll, sem sér um söluna á eigninni.  Húsið var byggt árið 1956 og segir Ingólfur að það sé mikið uppgert og á frábærum stað. 

Meira en fimm þúsund einstaklingar skoðuðu fasteignaauglýsinguna á fyrsta sólarhringnum, sem er margfallt meira en sambærilegar eignir.  Til samanburðar er heildarfjöldi íbúa í Ólafsvík í kringum þúsund. 

Ingólfur segir að það sé augljóst að margir séu að velta fyrir sér þeirri hugmynd að flytja á landsbyggðina. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessari vinsælu eign. 

Húsið er á tveimur hæðum og skráð 169,1 fm en uppsett verð er 42.900.000 krónur.

Útsýnið frá húsinu.
Útsýnið frá húsinu.

Tengdar fréttir

Siggi dansari selur íbúðina

Dansarinn Sigurður Már Atlason hefur sett á sölu eign sína á Naustabryggju.  Siggi sló í gegn í þáttunum Allir geta dansað og stóð uppi sem sigurvegari í þáttaröð tvö ásamt dansfélaga sínum, útvarpskonunni Völu Eiríksdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×