Lífið

Siggi dansari selur íbúðina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dansarinn Sigurður Már er að stækka við sig og hefur sett íbúðina á sölu.
Dansarinn Sigurður Már er að stækka við sig og hefur sett íbúðina á sölu. samsett

Dansarinn Sigurður Már Atlason hefur sett á sölu eign sína á Naustabryggju.  Siggi sló í gegn í þáttunum Allir geta dansað og stóð uppi sem sigurvegari í þáttaröð tvö ásamt dansfélaga sínum, útvarpskonunni Völu Eiríksdóttur.

Um er að ræða einstaklega stílhreina og smekklega tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í fjölbýli. Húsið sem var byggt árið 2016 er einstaklega litríkt. Íbúðin er með fallegum dökkum innréttingum, hvítum innihurðum og fallegu harðparketi. Stofa og eldhús er í opnu rými. 

Fyrirhugað fasteignamat 2022 42.300.000 samkvæmt fasteignavef Vísis. Mikill áhugi er á eigninni og er hún ein vinsælasta auglýsingin á fasteignavefnum í augnablikinu. Var því ákveðið að hún yrði ekki sýnd eða seld fyrr en eftir opna húsið um helgina. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af íbúð dansarans. 

fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.isFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.