Lífið

Marta María orðin Winkel

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Marta María og Páll Winkel fundu ástina árið 2015. Síðan hefur ástin blómstrað hjá parinu.
Marta María og Páll Winkel fundu ástina árið 2015. Síðan hefur ástin blómstrað hjá parinu.

Blaðamaðurinn Marta María sem löngu er orðin landsþekkt fyrir skrif sín í Smartlandi um fræga fólkið hefur tekið upp eftirnafn eiginmanns síns, Páls Winkel.

Á samfélagsmiðlum titlar hún sig nú Mörtu Maríu Winkel en er skráð í Þjóðskrá sem Marta María Winkel Jónasdóttir.

Marta María gekk í ágúst í hjónaband með sínum heittelskaða Páli. Hann hefur verið fangelsismálastjóri frá árinu 2017. 

Brúðkaupið þeirra fór fram í Bessastaðakirkju sem er viðeigandi enda hjónin búsett á Álftanesi.


Tengdar fréttir

Marta María og Páll selja eignina í Fossvoginum

„Lognmolla og kyrrstaða eru ekki til í orðabók okkar Páls. Í öldugangi lífsins getur allt gerst eins og við höfum kynnst með harkalegum hætti. Þrátt fyrir allt heldur lífið áfram og því höfum við ákveðið að flytja. Ef ykkur vantar geggjaða íbúð í Fossvogi þá er þessi komin á sölu,“ skrifar Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, á Mbl.is en hún og Páll Winkel hafa sett jarðhæð sína við Lautarveg í Fossvoginum á sölu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.