Lífið

Leitinni að kepp­endum í Krakka­kviss lýkur í dag

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stjórna þættinum Krakkakviss.
Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stjórna þættinum Krakkakviss. Stöð 2

Leitinni að þátttakendum í spurningaþáttinn Krakkakviss lýkur í dag. Leitað er að nemendum í 5. til 7. bekk til þess að taka þátt í þáttaröðinni sem sýnd verður í janúar á næsta ári.

Til þess að sækja um þarf að setja saman þriggja manna lið sem mun keppa fyrir hönd síns íþróttafélags. Athugið þó að meðlimir liðsins mega ekki allir vera af sama kyni. Því næst þarf liðið að taka upp myndband þar sem sagt er frá liðinu.

Gott er að kynna liðið með nafni, segja frá íþróttafélaginu og af hverju liðið vill taka þátt í Krakkakviss. Síðan má endilega ljúka myndbandinu á einum léttum brandara.

Hægt er að senda inn umsókn hér en leitinni lýkur í dag.

Tökur á þáttunum munu fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember. Stjórnendur þáttarins eru þau Berglind Alda Ástþórsdóttir og Mikael Emil Kaaber.

Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á krakkakviss@stod2.is.


Tengdar fréttir

Leitað að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss

Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.