Menning

Árbæjarskóli vann Skrekk

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Úr atriði Árbæjarskóla.
Úr atriði Árbæjarskóla. Aðsend/Anton Bjarni

Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf.

Fellaskóli hafnaði í öðru sæti með atriðið Hvað er að gerast og í þriðja sæti var Austurbæjarskóli, með atriðið Í skugga ofbeldis.

Úrslitakvöldið fór fram í Borgarleikhúsinu nú í kvöld og var sjónvarpað beint á RÚV. Alls tóku átta skólar þátt í úrslitakvöldinu. Það voru, auk skólanna þriggja sem komust á pall, Hagaskóli, Klettaskóli, Laugalækjarskóli, Seljaskóli og Vogaskóli.

Fyrir úrslitakvöldið fóru fram þrjú undanúrslitakvöld. Alls stigu 620 ungmenni frá 23 grunnskólum á svið í undanúrslitum keppninnar, sem skipulögð er af skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

„Í ár tóku 23 skól­ar þátt í undanúrslitum og átta komust áfram í úrslit. Atriðin að þessu sinni fjölluðu m.a. um líkamsímynd, mikilvægi tónlistar fyrir lífsgleðina, kynferðisofbeldi, Covid ástandið, svefnleysi, ólíka tjáningarmáta og staðalmyndir kynjanna. Unglingarnir nýta all­ar sviðslist­ir í atriðin; söng, dans, leik­list og gjörn­inga. Þau sjá um að semja atriðin, leik, dans, sögu, söng og sumir eru með frumsamin lög. Krakkarnir sjá líka tækni­hliðina, bún­inga og smink,“ segir í tilkynningu um úrslitin.

Allir þátttakendur og áhorfendur fóru í Covid-hraðpróf. Enginn reyndist smitaður.Mynd/Anton BjarniFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.