Lífið

Sunneva segir draum að geta unnið með Balta

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Parið Sunneva Ása og Baltasar unnu bæði saman að Ófærð 3 og Kötlu.
Parið Sunneva Ása og Baltasar unnu bæði saman að Ófærð 3 og Kötlu. Instagram/sunnevaasa

Listakonan Sunneva Ása Weisshappel birti á Instagram fallegar myndir af sér með Baltasar Kormáki í hestaferð. Hún er í London í augnablikinu og virðist sakna hestaferðanna.

Sunneva talar þar um það hversu þakklát hún er fyrir að geta unnið með  kærasta sínum Baltasar.

„Ófærð 3 er komin út sem er okkar annað samstarf í kvikmyndagerð. Það er draumur að geta unnið saman með listræna sýn, virðingu og traust að leiðarljósi. Takk kæra ART Department og RVK Studios fyrir samstarfið, fagleg vinnubrögð, félagsskapinn og fallega uppskeru“ skrifar Sunneva undir myndirnar. 

„Lengi lifi listin.“

Sunneva og Baltasar unnu einnig saman að Netflix þáttunum Katla. Þau hafa verið par síðan árið 2019. 


Tengdar fréttir

Dorrit keypti tíu verk Sunnevu á einu bretti

„Þeir sem misstu af tækifærinu þurfa bara að bíða, því ég er bara rétt að byrja.“ segir listakonan Sunneva Ása Weisshappel á Facebook síðu sinni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.