Innlent

Áreitti og var með hótanir í verslun og á veitingastað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hún virðist hafa verið heldur róleg vaktin hjá lögreglu í nótt.
Hún virðist hafa verið heldur róleg vaktin hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 17 í gær þar sem maður í annarlegu ástandi var að áreita starfsfólk og gesti á veitingastað í miðborginni.

Manninum var vísað frá veitingahúsinu en fór þá í verslun og hafði í hótunum við starfsfólk þar. Var hann þá handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Rétt fyrir klukkan 22 um kvöldið var tilkynnt um umferðarslys í póstnúmerinu 108. Þar var ekið á mann á hjóli og var hann með verki í höfði og í fæti. Var hann fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið.

Þá voru afskipti höfð af ökumanni í póstnúmerinu 109. Ók hann á 63 km/klst þar sem hámarkshraði er 30 km/klst, auk þess sem hann var ekki með öryggisbelti. Játaði hann sök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×