Innlent

Rúði um 15 þúsund ær yfir veturinn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Baldur Stefánsson rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, sem er einn af öflugustu rúningsmönnum landsins.
Baldur Stefánsson rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, sem er einn af öflugustu rúningsmönnum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einn snjallasti rúningsmaður landsins rúði um fimmtán þúsund ær síðasta vetur og ætlar gera enn betur í vetur þegar hann ferðast á milli bæja og rýir fyrir bændur. Hann er að rýja að meðaltal 300 kindur á dag.

Baldur Stefánsson rúningsmaður mætti á dögunum fjárhúsið í Lækjartúni í Ásahreppi til að rýja féð hjá þeim Huldu og Tyrfingi í tengslum við Ullarviku Suðurlands sem var haldin nýlega. Áhorfendur fylgjast spenntir með. Baldur, sem er frá bænum Klifshaga í Öxarfirði er einn af öflugustu rúningsmönnum Íslands.

„Kúnstin, það er aðallega að gæta að því að rollunni líði vel því að ef henni líður vel og hún er í réttri stellingu þá gengur þetta yfirleitt frekar vel. Þær eru yfirleitt þægar en hópur af lömbum, sem eru að koma inn að hausti finnst mér alltaf aðeins erfiðari en fullorðna féð, það kann þetta og er stabílla,“ segir Baldur.

Baldur er að rýja að meðaltali um 300 ær á dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Baldur rúði rétt tæplega 15 þúsund í fyrra vetur og stefnir á að gera eitthvað svipað í vetur eða jafnvel meira.

Hvað með bakið?

„Rólan bjargar því, hún tekur allt álag af bakinu og ég er góður í baki og yfirhöfuð góður í skrokkunum“.

Það fer vel um Baldur í rólunni þegar hann er að rýja og hann leggur líka mikla áherslu á að kindin sé líka í góðri stöðu og líði vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×