Arsenal komið í átta liða úr­slit deildar­bikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn og þjálfarateymi Arsenal fagna marki Calum Chambers í kvöld.
Leikmenn og þjálfarateymi Arsenal fagna marki Calum Chambers í kvöld. Chloe Knott/Getty Images

Tvö mörk í síðari hálfleik dugðu til að tryggja Arsenal áfram í enska deildarbikarnum. Lærisveinar Mikel Arteta unnu 2-0 sigur á Leeds United á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Calum Chambers heimamönnum yfir eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Chambers hafði vart verið inn á vellinum lengur en nokkrar sekúndur er hann skoraði fyrra mark leiksins.

Edward Nketiah tvöfaldaði forystu heimamanna á 69. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Arsenal komið áfram.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.