Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 16:41 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa á fundi með Landskjörstjórn á dögunum. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira