Tveggja ára dóttir nýs þingmanns á lista Creditinfo: „Hvað hef ég gert?“ Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 17:28 Kristrún Frostadóttir fékk ferska innsýn í líf stjórnmálafólks á dögunum. Þingmannahlutverkinu fylgja ýmsar breytingar á persónulegum högum þeirra sem taka það að sér, en Kristrún Frostadóttir, nýbakaður þingmaður Samfylkingarinnar, rak þó upp stór augu á dögunum. Þá barst tveggja ára dóttur hennar bréf frá Creditinfo þess efnis að hún væri komin á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Það varð Kristrúnu að tísti: 2 ára dóttir mín er komin á lista hjá Creditinfo yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Elsku stelpan fékk bréf í pósti. Hvað hef ég gert😅— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) October 21, 2021 Í samtali við Vísi sagði Kristrún að hún hafi sett þetta fram í léttum dúr, en auðvitað væri fullkomlega eðlilegt að reglur sem slíkar væru til um stjórnmálafólk og aðstandendur. „Það eru kannski einhver sjónarhorn um að það þurfi að taka til barna ef maður er að taka þátt í bankaviðskiptum, en það hefur ekki reynt á það í okkar tilviki. Ég hef ekki stundað nein bankaviðskipti fyrir hönd dóttur minnar og satt að segja var þetta eitt af fyrstu bréfunum sem berst inn um lúguna sem er stílað á hana.“ Þetta sé kómískt að vissu leyti, en það áhugaverðasta frá sjónarmiði Kristrúnar var að þetta gæfi góða innsýn í stjórnmálaheiminn sem hún hefur nú stigið inn í. „Maður sér hvaða áhrif ákvarðanirnar sem maður tekur í lífinu geta haft, að tveggja ára barn sé komið á svona lista. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana.“ Samfélagsmiðlar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira
Þá barst tveggja ára dóttur hennar bréf frá Creditinfo þess efnis að hún væri komin á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Það varð Kristrúnu að tísti: 2 ára dóttir mín er komin á lista hjá Creditinfo yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Elsku stelpan fékk bréf í pósti. Hvað hef ég gert😅— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) October 21, 2021 Í samtali við Vísi sagði Kristrún að hún hafi sett þetta fram í léttum dúr, en auðvitað væri fullkomlega eðlilegt að reglur sem slíkar væru til um stjórnmálafólk og aðstandendur. „Það eru kannski einhver sjónarhorn um að það þurfi að taka til barna ef maður er að taka þátt í bankaviðskiptum, en það hefur ekki reynt á það í okkar tilviki. Ég hef ekki stundað nein bankaviðskipti fyrir hönd dóttur minnar og satt að segja var þetta eitt af fyrstu bréfunum sem berst inn um lúguna sem er stílað á hana.“ Þetta sé kómískt að vissu leyti, en það áhugaverðasta frá sjónarmiði Kristrúnar var að þetta gæfi góða innsýn í stjórnmálaheiminn sem hún hefur nú stigið inn í. „Maður sér hvaða áhrif ákvarðanirnar sem maður tekur í lífinu geta haft, að tveggja ára barn sé komið á svona lista. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana.“
Samfélagsmiðlar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira