Fótbolti

Karólína og Guðrún koma inn í byrjunarliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kemur inn í byrjunarliðið og leikur sinn tíunda landsleik í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kemur inn í byrjunarliðið og leikur sinn tíunda landsleik í kvöld. vísir/hulda margrét

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld.

Ísland tapaði 0-2 fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppninni í síðasta mánuði. Níu af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu þann leik halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra Ingibjargar Sigurðardóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur.

Guðný Árnadóttir er í stöðu hægri bakvarðar eins og gegn Hollandi. Hallbera Gísladóttir er vinstri bakvörður og Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún í hjarta varnarinnar. Sandra Sigurðardóttir er á sínum stað í markinu.

Á miðjunni eru þær Karólína, Dagný Brynjarsdóttir og fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.

Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru á köntunum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fremst. Þær spiluðu saman hjá Breiðabliki á síðasta tímabili og eru því vanar að spila saman.

Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda MargrétFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.