Innlent

Endur­bótum á Kilo á Kefla­víkur­flug­velli lokið

Þorgils Jónsson skrifar
Framkvæmdum við akbrautina Kilo á Keflavíkurflugvelli lauk nýlega.
Framkvæmdum við akbrautina Kilo á Keflavíkurflugvelli lauk nýlega.

Endurbótum á einni af meginakbrautunum í flugbrautakerfi Keflavíkurflugvallar, svokallaðri Kilo, sem hófust í sumar, er nú lokið. 

Þetta kemur fram í frétt á vef Isavia, en um er að ræða einn hluta af endurbótum á brautakerfinu sem og liður í stórframkvæmdum á vellinum.

Núverandi akbraut var fræst, gert var við hana og ráðist í yfirlögn á henni með tilheyrandi undirvinnu. Þessu til viðbótar var ljósabúnaður á akbrautinni endurnýjaður. Efnið sem fræst var upp verður notað síðar í öðrum verkefnum á vellinum.

„Framkvæmdin hefur gengið vonum framar,“ er haft eftir Ingunni Loftsdóttur, deildarstjóra flugbrauta og vega hjá Isavia.

„Við réðumst í verkið í vor og vannst það vel þrátt fyrir að veðuraðstæður hafi ekki alltaf verið okkur hliðhollar. Endurnýjunin á Kilo var mikilvægt verkefni og mun hún bæta þjónustuna á vellinum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.