Innlent

Ræddu gang stjórnar­myndunar­við­ræðna

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fundi Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun.
Frá fundi Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Skrifstofa forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, áttu fund á Bessastöðum í morgun þar sem rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf.

Frá þessu segir á vef forseta Íslands. Þar segir ennfremur að stefnt sé að því að forsætisráðherra skýri forseta næst frá gangi mála við upphaf næstu viku.

Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, hafa átt í viðræðum síðustu vikur um áframhald á stjórnarsamstarfi flokkanna. 

Ekki sér fyrir endann á viðræðunum en formennirnir hafa allir sagst telja eðlilegt að viðræðurnar taki nokkurn tíma. Í umræðum hafa loftslagsmál og orkunýting verið nefnd sem helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum flokkanna.


Tengdar fréttir

Hlé á stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag

For­menn ríkis­stjórnar­flokkanna taka sér hlé frá stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta stað­festir Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar­flokksins og sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, við frétta­stofu.

Loftslagsmál vega þungt í stjórnar­myndunar­við­ræðum

Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×