Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 11:39 Katrín Jakobsdóttir telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina í afléttingum sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52