Mane finnst mark Salah um helgina flottara en markið á móti Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 09:01 Liðsfélagar Mohamed Salah, þeir Naby Keita, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino, fagna Egyptanum snjalla eftir markið um helgina. Getty/Justin Setterfield Ef það er einhver leikmaður sem er að gera tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður heims þá er það Mohamed Salah hjá Liverpool. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa eignast sér efstu tvö sætin í miklu meira en áratug en þeir hafa ekki alveg náð að sýna sitt besta að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Á móti hefur Mo Salah spilað frábærlega í upphafi leiktíðar og átti enn einn stórleikinn í 5-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hjálpaði fyrst Sadio Mane að komast í hundrað marka hópinn með stórkostlegri stoðsendingu en skoraði síðan enn eitt markið eftir stórbrotin einleik. Sadio Mane tjáði sig um mark Salah í viðtali á Liverpool síðunni en þar var rætt við Senegalann í tilefni af hundraðasta marki hans í ensku úrvalsdeildinni. „Ég kom í ensku úrvalsdeildinni til að skora eins mikið af mörkum og ég get og ekki síst að vinna titla. Í dag er ég mjög ánægður og mjög stoltur af því að skora hundrað mörk. Vonandi eru fleiri mörk og fleiri titlar á leiðinni,“ sagði Sadio Mane. A goal that to be seen from every angle @MoSalah s display of individual brilliance, presented by @Sonos pic.twitter.com/eg2hyPWBHA— Liverpool FC (@LFC) October 17, 2021 Markið hans Mo Salah gerði út um leikinn en það kom eftir magnaðan einleik inn í vítateig Watford liðsins. „Mér finnst þetta mark vera betra en markið hans á móti Man. City. Það kemur okkur samt ekkert á óvart enda þekkjum við hans gæði sem einn af bestu fótboltamönnum í heimi. Hann sýndi það í dag,“ sagði Mane. Það má ekki gleyma Roberto Firmino sem skoraði þrennu í leiknum en öll mörkin hans voru af einfaldari gerðinni og af stuttu færi. „Bobby líka, hann sýndi það að hann er líka einn af þeim bestu í heimi. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ekki síst með þrennuna hans Bobby. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að glíma við meiðslin en hann er kominn aftur,“ sagði Mane. „Vonandi verður hann til staðar fyrir okkur og heldur áfram að skora mörk fyrir okkur til loka tímabilsins,“ sagði Mane. „Við spiluðu auðvitað mjög vel í dag. Byrjunin var mjög góð og við bjuggum til mikið af færum. Við skoruðum fimm yndisleg mörk,“ sagði Sadio Mane. Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa eignast sér efstu tvö sætin í miklu meira en áratug en þeir hafa ekki alveg náð að sýna sitt besta að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Á móti hefur Mo Salah spilað frábærlega í upphafi leiktíðar og átti enn einn stórleikinn í 5-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hjálpaði fyrst Sadio Mane að komast í hundrað marka hópinn með stórkostlegri stoðsendingu en skoraði síðan enn eitt markið eftir stórbrotin einleik. Sadio Mane tjáði sig um mark Salah í viðtali á Liverpool síðunni en þar var rætt við Senegalann í tilefni af hundraðasta marki hans í ensku úrvalsdeildinni. „Ég kom í ensku úrvalsdeildinni til að skora eins mikið af mörkum og ég get og ekki síst að vinna titla. Í dag er ég mjög ánægður og mjög stoltur af því að skora hundrað mörk. Vonandi eru fleiri mörk og fleiri titlar á leiðinni,“ sagði Sadio Mane. A goal that to be seen from every angle @MoSalah s display of individual brilliance, presented by @Sonos pic.twitter.com/eg2hyPWBHA— Liverpool FC (@LFC) October 17, 2021 Markið hans Mo Salah gerði út um leikinn en það kom eftir magnaðan einleik inn í vítateig Watford liðsins. „Mér finnst þetta mark vera betra en markið hans á móti Man. City. Það kemur okkur samt ekkert á óvart enda þekkjum við hans gæði sem einn af bestu fótboltamönnum í heimi. Hann sýndi það í dag,“ sagði Mane. Það má ekki gleyma Roberto Firmino sem skoraði þrennu í leiknum en öll mörkin hans voru af einfaldari gerðinni og af stuttu færi. „Bobby líka, hann sýndi það að hann er líka einn af þeim bestu í heimi. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ekki síst með þrennuna hans Bobby. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að glíma við meiðslin en hann er kominn aftur,“ sagði Mane. „Vonandi verður hann til staðar fyrir okkur og heldur áfram að skora mörk fyrir okkur til loka tímabilsins,“ sagði Mane. „Við spiluðu auðvitað mjög vel í dag. Byrjunin var mjög góð og við bjuggum til mikið af færum. Við skoruðum fimm yndisleg mörk,“ sagði Sadio Mane.
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Sjá meira