Mane finnst mark Salah um helgina flottara en markið á móti Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 09:01 Liðsfélagar Mohamed Salah, þeir Naby Keita, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino, fagna Egyptanum snjalla eftir markið um helgina. Getty/Justin Setterfield Ef það er einhver leikmaður sem er að gera tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður heims þá er það Mohamed Salah hjá Liverpool. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa eignast sér efstu tvö sætin í miklu meira en áratug en þeir hafa ekki alveg náð að sýna sitt besta að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Á móti hefur Mo Salah spilað frábærlega í upphafi leiktíðar og átti enn einn stórleikinn í 5-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hjálpaði fyrst Sadio Mane að komast í hundrað marka hópinn með stórkostlegri stoðsendingu en skoraði síðan enn eitt markið eftir stórbrotin einleik. Sadio Mane tjáði sig um mark Salah í viðtali á Liverpool síðunni en þar var rætt við Senegalann í tilefni af hundraðasta marki hans í ensku úrvalsdeildinni. „Ég kom í ensku úrvalsdeildinni til að skora eins mikið af mörkum og ég get og ekki síst að vinna titla. Í dag er ég mjög ánægður og mjög stoltur af því að skora hundrað mörk. Vonandi eru fleiri mörk og fleiri titlar á leiðinni,“ sagði Sadio Mane. A goal that to be seen from every angle @MoSalah s display of individual brilliance, presented by @Sonos pic.twitter.com/eg2hyPWBHA— Liverpool FC (@LFC) October 17, 2021 Markið hans Mo Salah gerði út um leikinn en það kom eftir magnaðan einleik inn í vítateig Watford liðsins. „Mér finnst þetta mark vera betra en markið hans á móti Man. City. Það kemur okkur samt ekkert á óvart enda þekkjum við hans gæði sem einn af bestu fótboltamönnum í heimi. Hann sýndi það í dag,“ sagði Mane. Það má ekki gleyma Roberto Firmino sem skoraði þrennu í leiknum en öll mörkin hans voru af einfaldari gerðinni og af stuttu færi. „Bobby líka, hann sýndi það að hann er líka einn af þeim bestu í heimi. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ekki síst með þrennuna hans Bobby. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að glíma við meiðslin en hann er kominn aftur,“ sagði Mane. „Vonandi verður hann til staðar fyrir okkur og heldur áfram að skora mörk fyrir okkur til loka tímabilsins,“ sagði Mane. „Við spiluðu auðvitað mjög vel í dag. Byrjunin var mjög góð og við bjuggum til mikið af færum. Við skoruðum fimm yndisleg mörk,“ sagði Sadio Mane. Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa eignast sér efstu tvö sætin í miklu meira en áratug en þeir hafa ekki alveg náð að sýna sitt besta að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Á móti hefur Mo Salah spilað frábærlega í upphafi leiktíðar og átti enn einn stórleikinn í 5-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hjálpaði fyrst Sadio Mane að komast í hundrað marka hópinn með stórkostlegri stoðsendingu en skoraði síðan enn eitt markið eftir stórbrotin einleik. Sadio Mane tjáði sig um mark Salah í viðtali á Liverpool síðunni en þar var rætt við Senegalann í tilefni af hundraðasta marki hans í ensku úrvalsdeildinni. „Ég kom í ensku úrvalsdeildinni til að skora eins mikið af mörkum og ég get og ekki síst að vinna titla. Í dag er ég mjög ánægður og mjög stoltur af því að skora hundrað mörk. Vonandi eru fleiri mörk og fleiri titlar á leiðinni,“ sagði Sadio Mane. A goal that to be seen from every angle @MoSalah s display of individual brilliance, presented by @Sonos pic.twitter.com/eg2hyPWBHA— Liverpool FC (@LFC) October 17, 2021 Markið hans Mo Salah gerði út um leikinn en það kom eftir magnaðan einleik inn í vítateig Watford liðsins. „Mér finnst þetta mark vera betra en markið hans á móti Man. City. Það kemur okkur samt ekkert á óvart enda þekkjum við hans gæði sem einn af bestu fótboltamönnum í heimi. Hann sýndi það í dag,“ sagði Mane. Það má ekki gleyma Roberto Firmino sem skoraði þrennu í leiknum en öll mörkin hans voru af einfaldari gerðinni og af stuttu færi. „Bobby líka, hann sýndi það að hann er líka einn af þeim bestu í heimi. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ekki síst með þrennuna hans Bobby. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að glíma við meiðslin en hann er kominn aftur,“ sagði Mane. „Vonandi verður hann til staðar fyrir okkur og heldur áfram að skora mörk fyrir okkur til loka tímabilsins,“ sagði Mane. „Við spiluðu auðvitað mjög vel í dag. Byrjunin var mjög góð og við bjuggum til mikið af færum. Við skoruðum fimm yndisleg mörk,“ sagði Sadio Mane.
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira